Þjónustustig líði fyrir launahækkanir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Smásölukeðjur leita leiða til að bregðast við launahækkunum. Verslunum sem eru opnar allan sólarhringinn getur fækkað. Fréttablaðið/Ernir Íslenskar smásölukeðjur skoða möguleikann á að minnka þjónustustig til að bregðast við þeim launahækkunum sem nýr kjarasamningur kveður á um. Tvær af þremur stærstu keðjum landsins segjast reiðubúnar að endurskoða opnunartíma verslana. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir í samtali við Markaðinn að hlutfall launakostnaðar hjá Samkaupum hafi vaxið ört á síðustu fimm árum. „Við höfum ekki svigrúm til þess að taka á okkur þessar hækkanir án þess að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Gunnar Egill en að hans mati felst stærsta tækifærið til hagræðingar í þjónustustiginu. „Þjónustustigið á Íslandi er mjög hátt miðað við það sem gengur og gerist í kringum okkur. Ef við skoðum til dæmis opnunartíma verslana í Þýskalandi þá eru þær flestar lokaðar á sunnudögum. Við þurfum að endurskoða hversu margar verslanir þurfa að vera opnar allan sólarhringinn,“ segir hann en alls eru tíu verslanir á vegum Samkaupa opnar allan sólarhringinn. Samkaup muni ekki leggja upp með fækkun starfsfólks ef kjarasamningarnir verða samþykktir en lækkun þjónustustigs hafi óhjákvæmilega í för með sér minni eftirspurn eftir vinnuafli. Þá segir Gunnar Egill lítið svigrúm til þess að fleyta hækkunum út í verðlagið en hækkanir frá framleiðendum og heildsölum setji þó þrýsting á verðið. „Hækkanirnar munu því brjótast fram í verðlaginu upp að vissu marki vegna þess að við erum nú þegar farin að fá til okkar hækkanir frá framleiðendum og heildsölum. Ef innkaupaverðið hækkar þá hækkar söluverð á öllum smásölumarkaðinum. Við erum að hafna því að framleiðendur og heildsalar fleyti kostnaðinum beint á verslunina án þess að skoða hagræðingarkosti eins og við erum að gera,“ segir Gunnar Egill.Atvinnuleysi sögð líklegri útkoma en verðbólga Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, N1, og ELKO, segir einnig að fyrirtækið sé að skoða styttingu á opnunartímum. Þá sé viðbúið að segja þurfi upp starfsfólki ef kjarasamningarnir verða samþykktir. „Það er því miður ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti,“ segir Eggert Þór. „Það eru í sjálfu sér aðeins tvær leiðir. Annaðhvort fer launahækkunin út í verðlagið eða fyrirtækin hagræða og fækka starfsfólki,“ segir Eggert Þór en hann telur að nú séu aðstæður þannig að launahækkanir séu líklegri til að koma fram í atvinnustigi en verðlagi. „Það er engin spurning að áður fyrr fóru allar launahækkanir út í verðlagið. Verðlagið rauk af stað og þannig voru miklar hækkanir leiðréttar með gengisfellingu krónunnar. Nú hefur staðan hins vegar breyst. Seðlabankinn er með risavaxinn gjaldeyrisforða og erlend staða þjóðarbúsins er sterk. Það eru því engar líkur á að krónan fari að veikjast mikið og þess vegna held ég að þessar launahækkanir brjótist frekar fram í atvinnustiginu.“ Hyggjast ekki stytta opnunartíma í verslunum sínum Smásölukeðjan Hagkaup rekur tvær verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segist ekki gera ráð fyrir breyttu þjónustustigi gagnvart viðskiptavinum. „Við þurfum að leggja okkur meira fram við að hagræða í rekstrinum. Eins og staðan er í dag höfum við ekki í hyggju að breyta opnunartímunum. Í þessum rekstri sem öðrum eru allir möguleikar skoðaðir,“ segir Gunnar. Hafin er atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019-2022. Hún stendur yfir til 24. apríl. Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks þar sem launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kauptaxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum á samningstímanum. Ýtir undir sjálfvirknivæðingu Stærstu smásölufyrirtækin, Samkaup, Festi og Hagar, hafa öll komið fyrir sjálfsafgreiðslu í völdum verslunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í miðopnuviðtali við Markaðinn í mars að sjálfsafgreiðslukassar væru í níu verslunum Haga og að stefnt væri að því að þeir yrðu í 18 verslunum á þessu ári. „Um 34-52 prósent afgreiðslna fara þar í gegn sem er meira en við bjuggumst við,“ sagði Finnur. Krónan, sem er undir hatti Festar, hefur aukið sjálfvirknivæðingu afgreiðsluferla á síðustu misserum. Eggert Þór segir að launahækkanir ýti undir sjálfvirknivæðinguna. „Það verður fýsilegra að fjárfesta í tækni þannig að færri hendur komi að,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Íslenskar smásölukeðjur skoða möguleikann á að minnka þjónustustig til að bregðast við þeim launahækkunum sem nýr kjarasamningur kveður á um. Tvær af þremur stærstu keðjum landsins segjast reiðubúnar að endurskoða opnunartíma verslana. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir í samtali við Markaðinn að hlutfall launakostnaðar hjá Samkaupum hafi vaxið ört á síðustu fimm árum. „Við höfum ekki svigrúm til þess að taka á okkur þessar hækkanir án þess að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Gunnar Egill en að hans mati felst stærsta tækifærið til hagræðingar í þjónustustiginu. „Þjónustustigið á Íslandi er mjög hátt miðað við það sem gengur og gerist í kringum okkur. Ef við skoðum til dæmis opnunartíma verslana í Þýskalandi þá eru þær flestar lokaðar á sunnudögum. Við þurfum að endurskoða hversu margar verslanir þurfa að vera opnar allan sólarhringinn,“ segir hann en alls eru tíu verslanir á vegum Samkaupa opnar allan sólarhringinn. Samkaup muni ekki leggja upp með fækkun starfsfólks ef kjarasamningarnir verða samþykktir en lækkun þjónustustigs hafi óhjákvæmilega í för með sér minni eftirspurn eftir vinnuafli. Þá segir Gunnar Egill lítið svigrúm til þess að fleyta hækkunum út í verðlagið en hækkanir frá framleiðendum og heildsölum setji þó þrýsting á verðið. „Hækkanirnar munu því brjótast fram í verðlaginu upp að vissu marki vegna þess að við erum nú þegar farin að fá til okkar hækkanir frá framleiðendum og heildsölum. Ef innkaupaverðið hækkar þá hækkar söluverð á öllum smásölumarkaðinum. Við erum að hafna því að framleiðendur og heildsalar fleyti kostnaðinum beint á verslunina án þess að skoða hagræðingarkosti eins og við erum að gera,“ segir Gunnar Egill.Atvinnuleysi sögð líklegri útkoma en verðbólga Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, N1, og ELKO, segir einnig að fyrirtækið sé að skoða styttingu á opnunartímum. Þá sé viðbúið að segja þurfi upp starfsfólki ef kjarasamningarnir verða samþykktir. „Það er því miður ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti,“ segir Eggert Þór. „Það eru í sjálfu sér aðeins tvær leiðir. Annaðhvort fer launahækkunin út í verðlagið eða fyrirtækin hagræða og fækka starfsfólki,“ segir Eggert Þór en hann telur að nú séu aðstæður þannig að launahækkanir séu líklegri til að koma fram í atvinnustigi en verðlagi. „Það er engin spurning að áður fyrr fóru allar launahækkanir út í verðlagið. Verðlagið rauk af stað og þannig voru miklar hækkanir leiðréttar með gengisfellingu krónunnar. Nú hefur staðan hins vegar breyst. Seðlabankinn er með risavaxinn gjaldeyrisforða og erlend staða þjóðarbúsins er sterk. Það eru því engar líkur á að krónan fari að veikjast mikið og þess vegna held ég að þessar launahækkanir brjótist frekar fram í atvinnustiginu.“ Hyggjast ekki stytta opnunartíma í verslunum sínum Smásölukeðjan Hagkaup rekur tvær verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segist ekki gera ráð fyrir breyttu þjónustustigi gagnvart viðskiptavinum. „Við þurfum að leggja okkur meira fram við að hagræða í rekstrinum. Eins og staðan er í dag höfum við ekki í hyggju að breyta opnunartímunum. Í þessum rekstri sem öðrum eru allir möguleikar skoðaðir,“ segir Gunnar. Hafin er atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019-2022. Hún stendur yfir til 24. apríl. Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks þar sem launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kauptaxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum á samningstímanum. Ýtir undir sjálfvirknivæðingu Stærstu smásölufyrirtækin, Samkaup, Festi og Hagar, hafa öll komið fyrir sjálfsafgreiðslu í völdum verslunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í miðopnuviðtali við Markaðinn í mars að sjálfsafgreiðslukassar væru í níu verslunum Haga og að stefnt væri að því að þeir yrðu í 18 verslunum á þessu ári. „Um 34-52 prósent afgreiðslna fara þar í gegn sem er meira en við bjuggumst við,“ sagði Finnur. Krónan, sem er undir hatti Festar, hefur aukið sjálfvirknivæðingu afgreiðsluferla á síðustu misserum. Eggert Þór segir að launahækkanir ýti undir sjálfvirknivæðinguna. „Það verður fýsilegra að fjárfesta í tækni þannig að færri hendur komi að,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira