Fullkomin frammistaða markvarðar Empoli: Varði 17 skot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 11:30 Dragowski átti leik upp á tíu gegn Atalanta. vísir/getty Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira