Bið eftir viðbrögðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2019 06:15 Julian Assange var borinn út úr sendiráði Ekvador í London fyrir helgi. Hann hefur verið ákærður fyrir meinta netglæpi. Alberto Pezzali/NurPhoto „Þetta tiltekna mál er til meðhöndlunar innan dómskerfis annars ríkis og utanríkisráðherra tjáir sig því ekki um það að svo stöddu,“ segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort íslensk stjórnvöld hyggist beita sér í þágu mannréttinda Julian Assange, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í síðustu viku. Í viðtali í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sjálfsagt að mál Julian fengi einhverja skoðun hjá íslenskum stjórnvöldum. Tengsl máls hans við landið og íslenska fjölmiðla væru augljós enda brotin sem hann er ákærður fyrir í raun framin hér á landi. Vísaði hann þar til gagna og myndefnis sem lekið var á síðu Wikileaks um stríðsglæpi bandaríska hersins í Bagdad og fréttastofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heiminum frá þann 5. apríl 2010. Umrædd gögn eru grundvöllur ákærunnar sem krafa bandarískra yfirvalda um framsal Julian Assange byggir á. Hvort íslensk stjórnvöld telji mögulegt að taka mál Julian fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ekki skýrt af svari við fyrirspurn blaðsins en í því segir að ráðið fundi að jafnaði aðeins í föstum fundarlotum en þess á milli taki ráðið ekki afstöðu til einstakra mála. Næsta lota ráðsins hefst 24. júní. „Við erum sammála um að það þurfi að bregðast við, en með hvaða hætti kemur í ljós,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna á RÚV. Aðspurð segir Milla stjórnina þó ekki nálgast málið á þeim grundvelli að það tengist fréttastofunni sérstaklega. „Við leggjum þvert á móti sérstaka áherslu á að bregðast ekki við vegna þess að málið tengist okkur sérstaklega eða að við séum í sérstöðu vegna málsins, heldur vegna grundvallarprinsippa í stéttinni.“ Hún segir stjórnina hafa hist einu sinni vegna málsins og munu funda aftur eftir páska og ákveða þá framhaldið. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að málið verði rætt á stjórnarfundi eftir páska og að þá megi ætla að málið verði bæði rætt á ársþingi Evrópusamtaka blaðamanna í maí og á þingi Alþjóðasambands blaðamanna í júní. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Svíþjóð Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
„Þetta tiltekna mál er til meðhöndlunar innan dómskerfis annars ríkis og utanríkisráðherra tjáir sig því ekki um það að svo stöddu,“ segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort íslensk stjórnvöld hyggist beita sér í þágu mannréttinda Julian Assange, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í síðustu viku. Í viðtali í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sjálfsagt að mál Julian fengi einhverja skoðun hjá íslenskum stjórnvöldum. Tengsl máls hans við landið og íslenska fjölmiðla væru augljós enda brotin sem hann er ákærður fyrir í raun framin hér á landi. Vísaði hann þar til gagna og myndefnis sem lekið var á síðu Wikileaks um stríðsglæpi bandaríska hersins í Bagdad og fréttastofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heiminum frá þann 5. apríl 2010. Umrædd gögn eru grundvöllur ákærunnar sem krafa bandarískra yfirvalda um framsal Julian Assange byggir á. Hvort íslensk stjórnvöld telji mögulegt að taka mál Julian fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ekki skýrt af svari við fyrirspurn blaðsins en í því segir að ráðið fundi að jafnaði aðeins í föstum fundarlotum en þess á milli taki ráðið ekki afstöðu til einstakra mála. Næsta lota ráðsins hefst 24. júní. „Við erum sammála um að það þurfi að bregðast við, en með hvaða hætti kemur í ljós,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna á RÚV. Aðspurð segir Milla stjórnina þó ekki nálgast málið á þeim grundvelli að það tengist fréttastofunni sérstaklega. „Við leggjum þvert á móti sérstaka áherslu á að bregðast ekki við vegna þess að málið tengist okkur sérstaklega eða að við séum í sérstöðu vegna málsins, heldur vegna grundvallarprinsippa í stéttinni.“ Hún segir stjórnina hafa hist einu sinni vegna málsins og munu funda aftur eftir páska og ákveða þá framhaldið. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að málið verði rætt á stjórnarfundi eftir páska og að þá megi ætla að málið verði bæði rætt á ársþingi Evrópusamtaka blaðamanna í maí og á þingi Alþjóðasambands blaðamanna í júní.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Svíþjóð Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira