Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 93-108 │KR tryggði sig í úrslit Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. apríl 2019 21:00 Jón Arnór í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm KR er komið í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Þórsarar byrjuðu leikinn illa. Varnarleikurinn stóð ekki fyrir einu né neinu og sóknarleikurinn var stirður og þurftu þeir að sætta sig við erfið skot. KR-ingar hittu hins vegar mjög vel í upphafi leiks og voru fljótir að vinna sér upp forskot. Þegar fyrsti leikhluti var liðinn var staðan 22-34 fyrir KR. Þórsarar hafa frekar verið þekktir fyrir sóknarleik heldur en varnarleik en það er ljóst að 34 stig er of mikið að fá á sig í einum leikhluta. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta illa en þeir lifnuðu aðeins við þegar leið á leikhlutann og gerðu smá áhlaup fyrr hálfleik. Það munaði ellefu stigum í hálfeik, 47-58. Heimamenn komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik, hafa án efa fengið smá hárblásara frá Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara inni í búningsklefanum. Ragnar Örn Bragason steig upp fyrir Þór og náði að minnka muninn í fimm stig. Þá hins vegar steig Björn Kristjánsson upp í liði KR og setti tvo mikilvæga þrista í röð og áhlaup Þórsara varð að engu. Þeir héldu sér þó enn inni í leiknum og var enn ellefu stiga munur fyrir síðasta fjórðunginn. Þar börðust heimamenn af krafti en þeir náðu þó aldrei að komast almennilega ofan í hálsmálið á KR-ingum. KR náði að stoppa áhlaupin áður en þeir komust of nálægt og svo fjaraði leikurinn út í lokinn og KR fagnaði öruggum 93-108 sigri. Björn Kristjánsson var drjúgur fyrir KR í kvöldvísir/vilhelmAf hverju vann KR? KR-ingar voru yfir allan leikinn og það er nokkuð góð ávísun á sigur. Það má segja að góð byrjun hafi lagt grunninn og svo hafi reynslan klárað leikinn fyrir KR. Vesturbæingar vita vel að Þórsarar gefast aldrei upp og þeir gera alltaf áhlaup. Þeir voru viðbúnir því, náðu að slökkva í þeim á réttum tíma og héldu krafti allan tímann.Hverjir stóðu upp úr? Þegar sem verst gekk hjá KR og áhlaup Þórsara var hvað hættulegast í þriðja leikhluta steig varamaðurinn Björn Kristjánsson upp á hárréttum tíma. Hann er góður skotmaður, hann fékk nokkur opin færi og hann nýtti þau. Hann endaði leikinn með nítján stig og fimm þrista. Stigahæstur var hins vegar Julian Boyd með 26 stig og þá voru Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox öflugir fyrir KR. Hjá Þórsurum leiddi Nick Tomsick sóknarleikinn eins og oft áður og var hann með 30 stig. Það var hins vegar Ragnar Örn Bragason sem tók af skarið og kom Þór inn í leikinn í þriðja leikhluta.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs var alls ekki nógu góður. Þegar þeir náðu að stoppa KR-inga þá vantaði að nýta það með því að refsa hinu megin og þegar skot KR-inga klikkuðu þá vantaði upp á að Þórsarar færu í fráköst. Þrátt fyrir að hafa skorað 93 stig var sóknarleikur Þórs á köflum stirður og þeir þurftu að fara í erfið skot. Þá voru þeir með nærri helmingi fleiri tapaða bolta en KR.Hvað gerist næst? KR fer í úrslitaeinvígið og mætir þar annað hvort Stjörnunni eða ÍR, leikur fjögur í því einvígi stendur yfir þegar þetta er skrifað. Þórsarar eru hins vegar farnir í sumarfrí þetta árið.vísir/vilhelmKristófer: Fórum ekki inn í skel heldur héldum áfram „Við héldum haus allan tímann. Við vissum að þó við værum fljótir að komast yfir þá hætta þeir aldrei og þeir koma alltaf með áhlaup,“ sagði Kristófer Acox eftir leikinn. „Við fórum ekki inn í skel og urðum litlir heldur héldum við áfram. Við erum með gríðarlega sterkt sóknarlið og þeir eru að skora 90 stig í öllum leikjum, við reyndum eins og við gátum að hægja á þeim en það er mjög erfitt að eiga við þá.“ „Björn steig upp fáránlega vel og kom okkur í gegnum þriðja og fjórða leikhluta, ég er fáránlega stoltur af honum hvernig hann kom og svaraði kallinu.“ „Við getum verið gríðarlega ánægðir með að klára þessa gríðarlega erfiðu seríu.“ KR var yfir allan tímann í leiknum og náði alltaf að kæfa öll áhlaup Þórsara í fæðingu. „Við erum með þennan kjarna og reynslan kikkar inn. Við vitum að þeir gefast aldrei upp og við þurfum að halda okkar striki, við getum ekki hægt á okkur þó þetta sé komið upp í tuttugu stig. Við erum mjög stoltir hvernig við svöruðum, héldum haus og kláruðum þetta.“ Að sönnum íþróttamannasið vildi Kristófer ekkert tjá sig um það hvort hann vildi mæta ÍR eða Stjörnunni í úrslitunum.vísir/vilhelmHalldór: Gáfum allt í þetta en það var ekki nóg „Þetta eru sóknarfráköst, við erum ekki að frákasta nógu vel,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson í leikslok. „Við erum að elta allan leikinn, það tekur mikla orku og við vorum alltaf einu skrefi eftir á.“ „Þeir gerðu mjög vel, settu stór skot og við náðum aldrei að jafna. En við hættum aldrei og gáfum allt í þetta, en því miður var það ekki nóg í dag.“ Þórsarar geta þrátt fyrir tapið gengið með höfuðið nokkuð hátt frá þessari úrslitakeppni, liðið sem lenti í sjötta sæti í deildinni, kom til baka úr 2-0 stöðu gegn Tindastól og gaf fimmföldum Íslandsmeisturum erfiða seríu. „Við gáfum allt í þetta, við hættum aldrei og ég er mjög sáttur með karakterinn í þessu liði og mjög stoltur af okkur.“ Dominos-deild karla
KR er komið í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Þórsarar byrjuðu leikinn illa. Varnarleikurinn stóð ekki fyrir einu né neinu og sóknarleikurinn var stirður og þurftu þeir að sætta sig við erfið skot. KR-ingar hittu hins vegar mjög vel í upphafi leiks og voru fljótir að vinna sér upp forskot. Þegar fyrsti leikhluti var liðinn var staðan 22-34 fyrir KR. Þórsarar hafa frekar verið þekktir fyrir sóknarleik heldur en varnarleik en það er ljóst að 34 stig er of mikið að fá á sig í einum leikhluta. Heimamenn byrjuðu annan leikhluta illa en þeir lifnuðu aðeins við þegar leið á leikhlutann og gerðu smá áhlaup fyrr hálfleik. Það munaði ellefu stigum í hálfeik, 47-58. Heimamenn komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik, hafa án efa fengið smá hárblásara frá Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara inni í búningsklefanum. Ragnar Örn Bragason steig upp fyrir Þór og náði að minnka muninn í fimm stig. Þá hins vegar steig Björn Kristjánsson upp í liði KR og setti tvo mikilvæga þrista í röð og áhlaup Þórsara varð að engu. Þeir héldu sér þó enn inni í leiknum og var enn ellefu stiga munur fyrir síðasta fjórðunginn. Þar börðust heimamenn af krafti en þeir náðu þó aldrei að komast almennilega ofan í hálsmálið á KR-ingum. KR náði að stoppa áhlaupin áður en þeir komust of nálægt og svo fjaraði leikurinn út í lokinn og KR fagnaði öruggum 93-108 sigri. Björn Kristjánsson var drjúgur fyrir KR í kvöldvísir/vilhelmAf hverju vann KR? KR-ingar voru yfir allan leikinn og það er nokkuð góð ávísun á sigur. Það má segja að góð byrjun hafi lagt grunninn og svo hafi reynslan klárað leikinn fyrir KR. Vesturbæingar vita vel að Þórsarar gefast aldrei upp og þeir gera alltaf áhlaup. Þeir voru viðbúnir því, náðu að slökkva í þeim á réttum tíma og héldu krafti allan tímann.Hverjir stóðu upp úr? Þegar sem verst gekk hjá KR og áhlaup Þórsara var hvað hættulegast í þriðja leikhluta steig varamaðurinn Björn Kristjánsson upp á hárréttum tíma. Hann er góður skotmaður, hann fékk nokkur opin færi og hann nýtti þau. Hann endaði leikinn með nítján stig og fimm þrista. Stigahæstur var hins vegar Julian Boyd með 26 stig og þá voru Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox öflugir fyrir KR. Hjá Þórsurum leiddi Nick Tomsick sóknarleikinn eins og oft áður og var hann með 30 stig. Það var hins vegar Ragnar Örn Bragason sem tók af skarið og kom Þór inn í leikinn í þriðja leikhluta.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs var alls ekki nógu góður. Þegar þeir náðu að stoppa KR-inga þá vantaði að nýta það með því að refsa hinu megin og þegar skot KR-inga klikkuðu þá vantaði upp á að Þórsarar færu í fráköst. Þrátt fyrir að hafa skorað 93 stig var sóknarleikur Þórs á köflum stirður og þeir þurftu að fara í erfið skot. Þá voru þeir með nærri helmingi fleiri tapaða bolta en KR.Hvað gerist næst? KR fer í úrslitaeinvígið og mætir þar annað hvort Stjörnunni eða ÍR, leikur fjögur í því einvígi stendur yfir þegar þetta er skrifað. Þórsarar eru hins vegar farnir í sumarfrí þetta árið.vísir/vilhelmKristófer: Fórum ekki inn í skel heldur héldum áfram „Við héldum haus allan tímann. Við vissum að þó við værum fljótir að komast yfir þá hætta þeir aldrei og þeir koma alltaf með áhlaup,“ sagði Kristófer Acox eftir leikinn. „Við fórum ekki inn í skel og urðum litlir heldur héldum við áfram. Við erum með gríðarlega sterkt sóknarlið og þeir eru að skora 90 stig í öllum leikjum, við reyndum eins og við gátum að hægja á þeim en það er mjög erfitt að eiga við þá.“ „Björn steig upp fáránlega vel og kom okkur í gegnum þriðja og fjórða leikhluta, ég er fáránlega stoltur af honum hvernig hann kom og svaraði kallinu.“ „Við getum verið gríðarlega ánægðir með að klára þessa gríðarlega erfiðu seríu.“ KR var yfir allan tímann í leiknum og náði alltaf að kæfa öll áhlaup Þórsara í fæðingu. „Við erum með þennan kjarna og reynslan kikkar inn. Við vitum að þeir gefast aldrei upp og við þurfum að halda okkar striki, við getum ekki hægt á okkur þó þetta sé komið upp í tuttugu stig. Við erum mjög stoltir hvernig við svöruðum, héldum haus og kláruðum þetta.“ Að sönnum íþróttamannasið vildi Kristófer ekkert tjá sig um það hvort hann vildi mæta ÍR eða Stjörnunni í úrslitunum.vísir/vilhelmHalldór: Gáfum allt í þetta en það var ekki nóg „Þetta eru sóknarfráköst, við erum ekki að frákasta nógu vel,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson í leikslok. „Við erum að elta allan leikinn, það tekur mikla orku og við vorum alltaf einu skrefi eftir á.“ „Þeir gerðu mjög vel, settu stór skot og við náðum aldrei að jafna. En við hættum aldrei og gáfum allt í þetta, en því miður var það ekki nóg í dag.“ Þórsarar geta þrátt fyrir tapið gengið með höfuðið nokkuð hátt frá þessari úrslitakeppni, liðið sem lenti í sjötta sæti í deildinni, kom til baka úr 2-0 stöðu gegn Tindastól og gaf fimmföldum Íslandsmeisturum erfiða seríu. „Við gáfum allt í þetta, við hættum aldrei og ég er mjög sáttur með karakterinn í þessu liði og mjög stoltur af okkur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum