Allt á floti og lífshættulegar aðstæður við Dettifoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 11:45 Svona voru aðstæður við Dettifoss í morgun. Bæst hefur í vatnsflauminn eftir því sem liðið hefur á daginn. Mynd/Sigurður Erlingsson Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira