Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 10:39 Hafísinn á Beringshafi hefur verið með minnsta móti í vetur sem hefur verið einstaklega hlýr í Alaska. AP/Marc Lester Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58