Á HM í Rússlandi síðasta sumar var Rúrik með rúmlega þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram og eftir mótið voru fylgjendurnir orðnir 1,3 milljónir.
Eftir heimsmeistaramótið byrjaði fyrirsætuferill Rúriks að rúlla og kom í ljós í þættinum að hann þéni í raun meira af fyrirsætustörfum en sem atvinnumaður í knattspyrnu, þrátt fyrir að vera á sínum besta samningi á ferlinum hjá SV Sandhausen.
„Í síðasta mánuði var ég með meiri tekjur á svona myndatökum en í fótboltanum,“ segir Rúrik í samtali við Auðunn Blöndal í Þýskalandi.
„Þetta getur alveg skipt töluverðu máli og mig langar alveg að taka þátt í þessu.“
Monika Kistermann er umboðsmaður Rúriks í fyrirsætubransanum.
„Hann er betri en David Beckham,“ segir Kistermann sem hefur áður starfað með Naomi Cambell, Marc Jacobs, Dolce & Gabbana og fleiri þekktum merkjum. Fótboltinn er ástríða hans, en þegar hann verður eldri fær hann nóg að gera sem módel.“
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.