Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm. Vísir/EPA Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44