Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus Ari Brynjólfsson og Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2019 07:30 Til stendur að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni fyrir átta íbúðir. Athugasemdafrestur rennur út á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00