Innlent

Ávarpaði þróunarnefnd

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá fundinum í Washington.
Frá fundinum í Washington. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi hennar í Washington um helgina. Ísland á sæti í nefndinni á árinu sem fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Guðlaugur Þór lagði í ávarpi sínu áherslu á fjölþjóðlegt samstarf á borð við alþjóðaviðskipti, loftslagsmál og mannauð auk mannréttinda- og jafnréttismála.

„Í þessu sambandi er líka nauðsynlegt að beina sjónum að skuldastöðu þróunarríkjanna og aðgerðum til að bregðast við henni. Þá er ég sannfærður um að einkageirinn geti gegnt mikilvægu hlutverki við fjármögnun þróunar,“ sagði hann í ávarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×