Njarðvík og Grindavík hafa bæði verið sektuð um 50 þúsund krónur vegna háttsemi áhorfenda í leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla.
Njarðvík fékk 50 þúsund krónur í sekt vegna þess að trommukjuða var kastað í leikmann ÍR af stuttu færi. Dómarar leiksins stöðvuðu leikinn um stund áður en leik var haldið áfram.
Dóminn í máli Njarðvíkur má lesa hér en Grindvíkingar fengu einnig 50 þúsund krónur í sekt eftir að klinki var kastað í einn leikmann Stjörnunnar í leik liðanna 29. mars.
Vísir fjallaði um málið og birti einnig myndband af atvikinu en dóminn í máli Grindavíkur má lesa hér.
Slæm hegðun stuðningsmanna kostaði Njarðvík og Grindavík
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn