Fær skýrslu um starfsgetumat eftir páska Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:56 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira