Varð strandaglópur í Boston Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 20:00 Helga Braga, leikkona og flugfreyja, var ein þeirra sem varð strandaglópur í Boston þegar WOW air fór í þrot. Hún upplifði mikinn ótta og sorg, því hún vissi lítið um gang mála. Hún segir mikla samstöðu meðal flugfreyja og nú ætli þær að halda saman fatamarkað til að safna örlitlum aur. Markaðurinn er opin milli 12 og 18 á morgun, laugardag og er staðsettur í Holtagörðum. Mikið var um að vera þegar fréttastofa kíkti á fatamarkaðinn í dag enda um sjötíu flugfreyju að koma upp fötum og dóti fyrir morgundaginn. Helga Braga segir að það verði mikið stuð og að meðal annars sé Disney deildin áberandi á hennar bás og þar sé einnig rauður dregill. Flugfreyjurnar segja mikla stemmningu hafa myndast í undirbúningnum og enn og aftur sýni samstöðuna sem er hjá fyrrum starfsmönnum wow. „Það sem einkennir okkur „WOW-arana“ er einmitt þessi samstaða, þessi gleði og kærleikur,“ segir Helga en sjálf var hún stödd út í Boston þegar flugfélagið fór í þrot.Hvernig tilfinning var það að vera föst í útlöndum þegar heilt flugfélag fer á hausinn?„Það var auðvitað bara ótti, óöryggi og sorg, mikil sorg. Það var hnútur í maganum hvað myndi gerast með okkur," segir hún. Hún segir mikilvægt að stofnað verði nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag. „Vissulega er að fyllast af erlendum flugfélögum sem eru að fara að fljúga hingað. En það er til dæmis ekki vinna fyrir íslenskar flugfreyjur. Við viljum auðvitað að allur þessi mannauður sem við höfum. Allar þessar 700 flugfreyjur, sem eru mjög hæfileikaríkar, að þær fái vinnu,“ segir hún. WOW Air Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Helga Braga, leikkona og flugfreyja, var ein þeirra sem varð strandaglópur í Boston þegar WOW air fór í þrot. Hún upplifði mikinn ótta og sorg, því hún vissi lítið um gang mála. Hún segir mikla samstöðu meðal flugfreyja og nú ætli þær að halda saman fatamarkað til að safna örlitlum aur. Markaðurinn er opin milli 12 og 18 á morgun, laugardag og er staðsettur í Holtagörðum. Mikið var um að vera þegar fréttastofa kíkti á fatamarkaðinn í dag enda um sjötíu flugfreyju að koma upp fötum og dóti fyrir morgundaginn. Helga Braga segir að það verði mikið stuð og að meðal annars sé Disney deildin áberandi á hennar bás og þar sé einnig rauður dregill. Flugfreyjurnar segja mikla stemmningu hafa myndast í undirbúningnum og enn og aftur sýni samstöðuna sem er hjá fyrrum starfsmönnum wow. „Það sem einkennir okkur „WOW-arana“ er einmitt þessi samstaða, þessi gleði og kærleikur,“ segir Helga en sjálf var hún stödd út í Boston þegar flugfélagið fór í þrot.Hvernig tilfinning var það að vera föst í útlöndum þegar heilt flugfélag fer á hausinn?„Það var auðvitað bara ótti, óöryggi og sorg, mikil sorg. Það var hnútur í maganum hvað myndi gerast með okkur," segir hún. Hún segir mikilvægt að stofnað verði nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag. „Vissulega er að fyllast af erlendum flugfélögum sem eru að fara að fljúga hingað. En það er til dæmis ekki vinna fyrir íslenskar flugfreyjur. Við viljum auðvitað að allur þessi mannauður sem við höfum. Allar þessar 700 flugfreyjur, sem eru mjög hæfileikaríkar, að þær fái vinnu,“ segir hún.
WOW Air Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira