Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2019 06:15 Mun meira þarf til en orkuskipti á þeim hraða sem vænta má að þau gerist á næstu árum til að við náum markmiðum Parísarsamkomulagsins um losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mikið vantar upp á að rafbílavæðing og sparneytnari bifreiðar nægi til að hægt verði að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnaðarfullar og jafnvel ágengar aðgerðir til að ná markmiðunum og draga verulega úr akstri. Sé miðað við ýtrustu markmið samkomulagsins þyrfti að draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu um rúm 50 prósent frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Minnisblaðið var lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu leggja til að það verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins varar við því að boðum og bönnum verði beitt til að fækka bílum. „Það er bara mjög gott að gera sér grein fyrir hvað það er sem við þurfum að gera til að ná markmiðum okkar. Við þurfum að leggja þetta á heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, einn sérfræðinganna sem unnu minnisblaðið. Orkuskiptin ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum samkomulagsins.Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Fréttablaðið/Anton Brink„Kjarni málsins er að núverandi plön um breytingar á skattkerfinu sem tengjast rafbílavæðingu og nú eru á borðinu, ef við skoðum vænta aukningu í rafbílum miðað við þær forsendur, duga ekki til,“ segir hún. „Við þurfum einnig að hafa áhrif á ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla en ekki síður velta með markvissum hætti fyrir okkur skipulaginu. Hvað getum við gert til að draga úr ferðaþörf með einkabílnum?“ Brynhildur leggur áherslu á að ekki sé verið að segja að fólk þurfi að hætta alfarið að nota einkabílinn, heldur fremur nota hann öðruvísi. Og ef hverfin eru skipulögð þannig að við þurfum hann síður til að sækja þjónustu þá muni það hafa jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að vera í fararbroddi í þessum efnum og því fyrr sem við ráðumst í metnaðarfullar aðgerðir, því betra. Brynhildur segir að augljóslega verði mun dýrara að gera mikið í einu eða of seint. Miðað við sviðsmynd sérfræðingahópsins fela ýtrustu markmið Parísarsamkomulagsins í sér 40 prósentum minni losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losunargildi eins og þau voru árið 1990. Slíkt myndi hafa í för með sér sem fyrr segir að draga þyrfti úr akstri um 52 prósent. Ef miðað er við sviðsmynd sem hópurinn telur líklegri felur hún í sér 29 prósentum minni losun miðað við gildi ársins 2005 og 14 prósentum minni akstur. Í minnisblaðinu segir: „Hér er um að ræða umtalsverðan samdrátt í akstri og ljóst að finna þarf leiðir til að ná fram samdrætti í akstri á sama tíma og gert er ráð fyrir aukningu í fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins. Mögulega má setja fram ágengari aðgerðir til að ná fram dýpri rafbílavæðingu en einnig má telja nauðsynlegt að efla verulega aðra samgöngumáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Mikið vantar upp á að rafbílavæðing og sparneytnari bifreiðar nægi til að hægt verði að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnaðarfullar og jafnvel ágengar aðgerðir til að ná markmiðunum og draga verulega úr akstri. Sé miðað við ýtrustu markmið samkomulagsins þyrfti að draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu um rúm 50 prósent frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Minnisblaðið var lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu leggja til að það verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins varar við því að boðum og bönnum verði beitt til að fækka bílum. „Það er bara mjög gott að gera sér grein fyrir hvað það er sem við þurfum að gera til að ná markmiðum okkar. Við þurfum að leggja þetta á heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, einn sérfræðinganna sem unnu minnisblaðið. Orkuskiptin ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum samkomulagsins.Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Fréttablaðið/Anton Brink„Kjarni málsins er að núverandi plön um breytingar á skattkerfinu sem tengjast rafbílavæðingu og nú eru á borðinu, ef við skoðum vænta aukningu í rafbílum miðað við þær forsendur, duga ekki til,“ segir hún. „Við þurfum einnig að hafa áhrif á ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla en ekki síður velta með markvissum hætti fyrir okkur skipulaginu. Hvað getum við gert til að draga úr ferðaþörf með einkabílnum?“ Brynhildur leggur áherslu á að ekki sé verið að segja að fólk þurfi að hætta alfarið að nota einkabílinn, heldur fremur nota hann öðruvísi. Og ef hverfin eru skipulögð þannig að við þurfum hann síður til að sækja þjónustu þá muni það hafa jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að vera í fararbroddi í þessum efnum og því fyrr sem við ráðumst í metnaðarfullar aðgerðir, því betra. Brynhildur segir að augljóslega verði mun dýrara að gera mikið í einu eða of seint. Miðað við sviðsmynd sérfræðingahópsins fela ýtrustu markmið Parísarsamkomulagsins í sér 40 prósentum minni losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losunargildi eins og þau voru árið 1990. Slíkt myndi hafa í för með sér sem fyrr segir að draga þyrfti úr akstri um 52 prósent. Ef miðað er við sviðsmynd sem hópurinn telur líklegri felur hún í sér 29 prósentum minni losun miðað við gildi ársins 2005 og 14 prósentum minni akstur. Í minnisblaðinu segir: „Hér er um að ræða umtalsverðan samdrátt í akstri og ljóst að finna þarf leiðir til að ná fram samdrætti í akstri á sama tíma og gert er ráð fyrir aukningu í fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins. Mögulega má setja fram ágengari aðgerðir til að ná fram dýpri rafbílavæðingu en einnig má telja nauðsynlegt að efla verulega aðra samgöngumáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira