Telja væntar endurheimtur 15 prósent Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira