Brexit frestað til 31. október Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 23:38 Frá umræðunum í kvöld. EPA/OLIVIER HOSLET Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira