Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:30 Secret Solstice verður mögulega haldin í Ölfusi þetta árið. Vísir/vilhelm Til skoðunar er að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í Fákaseli á Ingolfshvoli í sumar en viðræður eru hafnar á milli forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar og rekstraraðila Fákasels. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjóra Fákasels. Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar. Það kemur síðan í ljós á morgun hvað Reykjavíkurborg hyggst gera í málinu en í kvöldfréttum RÚV kom fram að tónlistarhátíðin skuldi borginni um tíu milljónir. Bæjarstjóri Ölfuss hefur áður sagt að áhugi sé fyrir hendi að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu. Elliði Vignisson sagði í viðtali við fréttastofu í gær að hann væri áhugasamur og vildi styðja við menningu og listir í bæjarfélaginu.Vill finna leiðir til að snúa vandamálum í verkefni Elliði skrifar í stöðuuppfærslu á Facebook að á fundi með forsvarsmönnum tónlistarhátíðarinnar hefðu nokkrir staðir verið ræddir í þessu samhengi. „Hér í hamingjunni höfum við það fyrir reglu að segja ekki „nei“ áður en við höfum sagt „kannski“. Við skoðum málin yfirvegað, reynum að finna leiðir til að styðja við hugmyndir og snúa vandamálum í verkefni,“ skrifar Elliði. „Við sem funduðum ákváðum að halda samtalinu áfram. Við vorum líka allir sammála um að ef ákveðnum forsendum er mætt þá er Ölfusið hér í útjaðri borgarinnar einkar heppilegt til þessa að hýsa hátíð sem þessa,“ skrifar Elliði. Secret Solstice Tónlist Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Til skoðunar er að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í Fákaseli á Ingolfshvoli í sumar en viðræður eru hafnar á milli forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar og rekstraraðila Fákasels. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjóra Fákasels. Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar. Það kemur síðan í ljós á morgun hvað Reykjavíkurborg hyggst gera í málinu en í kvöldfréttum RÚV kom fram að tónlistarhátíðin skuldi borginni um tíu milljónir. Bæjarstjóri Ölfuss hefur áður sagt að áhugi sé fyrir hendi að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu. Elliði Vignisson sagði í viðtali við fréttastofu í gær að hann væri áhugasamur og vildi styðja við menningu og listir í bæjarfélaginu.Vill finna leiðir til að snúa vandamálum í verkefni Elliði skrifar í stöðuuppfærslu á Facebook að á fundi með forsvarsmönnum tónlistarhátíðarinnar hefðu nokkrir staðir verið ræddir í þessu samhengi. „Hér í hamingjunni höfum við það fyrir reglu að segja ekki „nei“ áður en við höfum sagt „kannski“. Við skoðum málin yfirvegað, reynum að finna leiðir til að styðja við hugmyndir og snúa vandamálum í verkefni,“ skrifar Elliði. „Við sem funduðum ákváðum að halda samtalinu áfram. Við vorum líka allir sammála um að ef ákveðnum forsendum er mætt þá er Ölfusið hér í útjaðri borgarinnar einkar heppilegt til þessa að hýsa hátíð sem þessa,“ skrifar Elliði.
Secret Solstice Tónlist Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira