Höfðu nánast daglegt eftirlit með stöðu WOW í marga mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 11:36 Áhyggjur af stöðu WOW air vöknuðu strax á haustmánuðum í fyrra. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15
Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15