Var heima hjá sér eða í sumarbústað en rukkaði norska þingið um ferðakostnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 10:00 Hege Haukland Liadal var fyrst kosin á þing árið 2013. Mynd/Facebook Hege Haukland Liadal, varaformaður héraðsdeildar Norska verkamannaflokksins í Rogalandi og þingkona flokksins á norska þinginu, steig til hliðar í morgun á meðan ásakanir á hendur henni um falska ferðareikninga eru rannsakaðar.Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá því í gær að á tímabilinu frá janúar 2017 til október 2018 hafi Liadal rukkað norska þingið um ferðakostnað upp á um hálfa milljón norskra króna, eða nær sjö milljónir íslenskra króna. Þar af hafi reikningar upp á að minnsta kosti sextíu þúsund norskar krónur ekki verið fyrir vinnuferðir á vegum þingsins heldur persónuleg frí, þar sem þingmaðurinn hafi ýmist haldið sig heima, farið í sumarbústað eða til útlanda. Liadal greindi í kjölfarið frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar á meðan mál hennar yrði rannsakað. Mikilvægt sé að að allar staðreyndir málsins komi fram. Liadal kveðst jafnframt ætla að greiða hinn falska kostnað til baka, og viðurkennir að hún hafi rukkað fyrir ferðir sem hún fór aldrei í, en segir einnig að nokkurs misskilnings gæti í málinu. Ferðakostnaðarkerfið sé flókið og þá hafi hún óvart skráð rangar dagsetningar á nokkra reikninga. Jonas Gahr Støre, leiðtogi Norska verkamannaflokksins, tjáði norskum fjölmiðlum í dag að ákvörðun Liadal um að stíga til hliðar hafi verið viturleg. Þá sé mikilvægt að komast til botns í málinu. Liadal var fyrst kosin á norska þingið fyrir Verkamannaflokkinn árið 2013 og sat í fjölskyldu- og menningarnefnd þingsins. Þá hefur hún starfað sem talsmaður flokksins í orkumálum. Noregur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Hege Haukland Liadal, varaformaður héraðsdeildar Norska verkamannaflokksins í Rogalandi og þingkona flokksins á norska þinginu, steig til hliðar í morgun á meðan ásakanir á hendur henni um falska ferðareikninga eru rannsakaðar.Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá því í gær að á tímabilinu frá janúar 2017 til október 2018 hafi Liadal rukkað norska þingið um ferðakostnað upp á um hálfa milljón norskra króna, eða nær sjö milljónir íslenskra króna. Þar af hafi reikningar upp á að minnsta kosti sextíu þúsund norskar krónur ekki verið fyrir vinnuferðir á vegum þingsins heldur persónuleg frí, þar sem þingmaðurinn hafi ýmist haldið sig heima, farið í sumarbústað eða til útlanda. Liadal greindi í kjölfarið frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar á meðan mál hennar yrði rannsakað. Mikilvægt sé að að allar staðreyndir málsins komi fram. Liadal kveðst jafnframt ætla að greiða hinn falska kostnað til baka, og viðurkennir að hún hafi rukkað fyrir ferðir sem hún fór aldrei í, en segir einnig að nokkurs misskilnings gæti í málinu. Ferðakostnaðarkerfið sé flókið og þá hafi hún óvart skráð rangar dagsetningar á nokkra reikninga. Jonas Gahr Støre, leiðtogi Norska verkamannaflokksins, tjáði norskum fjölmiðlum í dag að ákvörðun Liadal um að stíga til hliðar hafi verið viturleg. Þá sé mikilvægt að komast til botns í málinu. Liadal var fyrst kosin á norska þingið fyrir Verkamannaflokkinn árið 2013 og sat í fjölskyldu- og menningarnefnd þingsins. Þá hefur hún starfað sem talsmaður flokksins í orkumálum.
Noregur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira