Íslandsmeistarar Breiðabliks munu verja titil sinn í efstu deild kvenna, Pepsi Max-deildinni, samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í deildinni.
Spáin var birt á kynningarfundi deildarinnar nú síðdegis. Miðað við hana munu Breiðablik, Valur og Þór/KA bítast um bikarinn.
HK/Víkingi og KR er aftur á móti spáð neðstu sætunum og þar með falli. Keppni í deildinni hefst á fimmtudag.
Spáin:
1. Breiðablik - 242 stig.
2. Valur - 236
3. Þór/KA - 216
4. Stjarnan - 163
5. ÍBV - 136
6. Fylkir - 103
7. Selfoss - 98
8. Keflavík - 97
9. KR - 92
10. HK/Víkingur - 47
Spá því að meistararnir verji titilinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
