Erlent

Systir grunaðs höfuðpaurs í Srí Lanka óttast að á annan tug skyldmenna hafi látist í aðgerðum hersins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stytta af St. James í St. Sebastian's kirkjunni. Myndin sýnir gífurlegan fjölda fara eftir sprengjubrot.
Stytta af St. James í St. Sebastian's kirkjunni. Myndin sýnir gífurlegan fjölda fara eftir sprengjubrot. AP/Manish Swarup
Systir mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin mannskæðu á páskadag í Srí Lanka óttast að á annan tug skyldmenna hennar hafi verið drepnir í aðgerðum stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna.

250 létust og minnst 500 slösuðust er hópur árásarmanna framdi samræmdar sprengjuárásir víðsvegar um Srí Lanka. Skotmörkin voru kirkjur og hótel.

Á vef CNN er rætt við Mohamed Hashim Mathaniya, systur Mohamed Zahran Hashim, sem talinn er hafa verið einn af leiðtogum hópsins sem árásarmenninrnir tilheyrðu. Talið er að Zahran Hashim hafi sjálfur sprengt sig í loft upp.

Mathaniya segist hafa borið kennsl á bróður sinn af myndum sem lögregla sýndi henni í síðustu viku. Fimm menn hafi týnst eftir árásirnar á páskadag, þrír bræður hennar, faðir og mágkona hennar.

Talið er að faðir hennar og tveir bræður hafi látist í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá á föstudaginn Bar Mathaniya kennsl á þá á myndbandi sem tekið var fyrir áhlaupið.

Alls létust fimmtán í áhlaupi hersins á húsið, þar á meðal sex börn og sex menn grunaðir um hryðjuverk.

„Þegar ég heyrði að sex börn hefðu verið í húsinu áttaði ég á mig að þau gætu hafa verið skyld mér,“ sagði Mathaniya. Telur hún að þrjár mágkonur hennar, yngri systir hennar og móðir hennar hafi látist í áhlaupi hersins auk barnanna sem hafi að öllum líkindum verið skyldmenni hennar.

Alls óttast hún að átján skyldmenni hennar séu týnd eða hafi látist frá því að hryðjuverkið var framið á páskadag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×