Handbolti

Ragnheiður: Ég vil bara vinna gull

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Ragnheiður í leik með Fram.
Ragnheiður í leik með Fram. vísir/bára
Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram, var ansi svekkt að leik loknum og segist ekki hafa búist við því að verða sópað úr úrslitakeppninni þetta árið.

„Við ætluðum okkur aldrei að tapa 3-0, ég er bara ógeðslega svekkt. Ég hélt að þetta yrði miklu meira hörkuleikir en svona er þetta bara og við verðum að sætta okkur við þetta.“

„Mér finnst þessi lið jöfn, en þær komu bara betur stefndar inní þetta einvígi en við. Við vorum sex mörkum undir í hálfleik í dag og náum svo að jafna leikinn sem sýnir hversu góðar við erum. Því miður náðum við ekki að halda góðri vörn út allan leikinn og því fór sem fór,“ sagði Ragnheiður um gang mála í dag

Ragnheiður segir að margir væru ánægðir með árangurinn á tímabilinu, að það sé ekki slæmt að lenda í öðru sæti en segist sjálf alls ekki sátt með þetta og að þetta séu mikil vonbrigði fyrir hana.

„Mér persónulega finnst þetta vera vonbrigði, ég vil alltaf vinna gull. Enn ég meina, það er ekkert slæmt að lenda í öðru sæti í deild, bikar og íslandsmóti en já mér finnst þetta vonbrigði því að við eigum ekki að tapa þremur titlum. Við vorum sjálfum okkur verstar.“

Ragnheiður segir að þetta tímabil ýti enn meira undir það að gera betur á næsta tímabili enda sé langt síðan Fram hefur ekki unnið neinn titil. Hópurinn verður áfram svona sterkur og litlar breytingar í kortunum

„Algjörlega, við ætlum okkur það. Hópurinn mun haldast svona, það ætla eiginlega allar að halda áfram svo við mætum brjálaðar inn í næsta tímabil og gerum betur þá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×