Handbolti

Íris Björk valin best

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íris Björk Símonardóttir í leik með Val í vetur.
Íris Björk Símonardóttir í leik með Val í vetur. vísir/bára
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var valin best leikmaður úrslitakeppninar Olís-deildar kvenna en þetta var kunngjört eftir að Valur varð Íslandsmeistari fyrr í dag.

Valur tryggði sér þrennuna eftir að hafa sópað Fram 3-0 út í úrslitaviðureigninni en Íris Björk var gjörsamlega frábær í einvíginu.

Hún lokaði markinu oft á tíðum. Íris var með 50% markvörslu í fyrsta leiknum, tæplega 37% prósent markvörslu í leik númer tvö og í þriðja leiknum, í dag var hún með 43% markvörslu. Ótrúlegar tölur.

Íris var í fríi á síðustu leiktíð en tók aftur fram skóna í vetur og hefur varla séð eftir því. Valur er þrefaldur meistari; Íslands-, bikar- og deildarmeistari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×