Verðandi forseti Úkraínu svarar boði Pútín um vegabréf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 14:27 Zelenskí er pólitískur nýgræðingur sem var fyrst og fremst þekktur sem gamanleikari. Vísir/EPA Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45