Handbolti

Arnór Þór og félagar steinlágu gegn lærisveinum Alfreðs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason vísir/getty
Akureyringarnir Alfreð Gíslason og Arnór Þór Gunnarsson öttu kappi í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lærisveinar Alfreðs í Kiel tóku á móti Arnóri og félögum í Bergischer.

Skemmst er frá því að segja að Kiel burstaði Bergischer með 32 mörkum gegn 24 eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 17-11.

Arnór Þór skoraði þrjú mörk í leiknum en Nikola Bilyk fór mikinn í liði Kiel og skoraði 10 mörk. 

Kiel í 2.sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg. Bergischer hins vegar í 7.sæti og eygir von um að ná 5.sæti deildarinnar áður en yfir lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×