Þýski handboltinn

Fréttamynd

Á­kvað að fara þegar faðir hans var rekinn

Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn.

Handbolti
Fréttamynd

Erlangen stað­festir komu Andra

Landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins HC Erlangen en félagið hefur staðfest komu íslenska leikstjórnandans á miðlum sínum.

Handbolti
Fréttamynd

Á­kvæði í samningi Andra tengt brott­hvarfi föður hans

Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýska­landi, getur ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Andri Már Rúnars­son leik­maður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað.

Handbolti
Fréttamynd

Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úr­slit

Ómar Ingi Magnússon sýndi hetjulega frammistöðu og Gísli Þorgeir Kristjánsson harkaði af sér axlarmeiðsli í 31-30 sigri Magdeburg gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Ómar var markahæsti maður vallarins og Gísli lagði upp sigurmarkið á lokasekúndunni.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó kom Erlangen úr fallsæti

Landsliðsskyttan Viggó Kristjánsson var allt í öllu í óhemju mikilvægum útisigri Erlangen gegn Bietigheim í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handbolta í dag, 29-23.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingalið Melsun­gen heldur í við topp­liðin

Spennan um þýska meistaratitil karla í handbolta er hreint út sagt óbærileg þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Aðeins eitt stig skilur topplið Füchse Berlín að Magdeburg. Þar á eftir kemur Melsungen, aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir meiddist enn á ný á öxl

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, fór meiddur af velli þegar Magdeburg lagði Lemgo í efstu deild þýska handboltans. Um er að ræða meiðsli á vinstri öxl. Er það ekki í fyrsta sinn sem Gísli Þorgeir meiðist á öxl.

Handbolti
Fréttamynd

Melsun­gen tapaði toppslagnum

Füchse Berlín er komið á topp þýsku efstu deildar karla í handbolta eftir góðan átta marka sigur á Íslendingaliði Melsungen, lokatölur 37-29. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk en átti ekki sinn besta leik.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar ó­stöðvandi í sigri Magdeburg

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg er liðið vann nauman og mikilvægan sigur gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti