Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2019 22:45 Þeistareykjavegur, milli Húsavíkur og gatnamóta á Hólasandi, verður alls 47 kílómetra langur. Grafík/Guðmundur Björnsson. Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Landsvirkjun er að hefja lagningu sautján kílómetra heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn um stórbrotið svæði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Vegna smíði Þeistareykjavirkjunar var hafist handa við lagningu nýs vegar milli Húsavíkur og Þeistareykja fyrir sex árum en þar með fengu vegfarendur uppbyggðan veg með bundnu slitlagi í stað jeppaslóða.Frá lagningu Þeistareykjavegar nyrðri haustið 2014. Húsavík sést til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En þetta var bara fyrri áfanginn því núna ráðgerir Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar við síðari áfangann; sem er að tengja Þeistareyki við Mývatnssvæðið. Þeistareykjavegur nyrðri, milli Húsavíkur og Þeistareykja, er um þrjátíu kílómetra langur en síðari áfanginn, Þeistareykjavegur syðri, milli Þeistareykja og þjóðvegarins á Hólasandi, verður sautján kílómetra langur. Níu tilboð bárust í lagningu Þeistareykjavegar syðri.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar tilboð voru opnuð í verkið hjá Landsvirkjun í síðasta mánuði reyndist Árni Helgason ehf. eiga lægsta boð, upp á 455 milljónir króna, sem var 90 prósent af 504 milljóna króna kostnaðaráætlun. Alls bárust níu tilboð og reyndust tvö þeirra undir kostnaðaráætlun, en samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er nú unnið að gerð samnings við lægstbjóðanda, Árna Helgason. Markmið fyrirtækisins með vegagerðinni er að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra.Frá Þeistareykjum. Gamla bæjarstæðið og gangnamannaskálinn eru við hverasvæðið undir Bæjarfjalli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Um leið opnast spennandi hringleið fyrir ferðamenn inn á stórbrotið svæði, og ekki bara með borholur og gufuaflspípur í forgrunni. Þar má einnig sjá ósnortna eldgíga og miklar jarðsprungur og hverasvæðið við gamla gangnamannaskálann á Þeistareykjum þætti eflaust mörgum ferðarinnar virði að skoða, en þar stóð bærinn Þeistareykir forðum. Stefnt er að því að vegagerðinni verði lokið haustið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Jarðhiti Norðurþing Orkumál Samgöngur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Vélarnar ræstar fyrir norðan Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn 18. nóvember 2017 07:00
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15