Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2019 18:45 Frá aðgerðum í Mehamn í morgun. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn voru samvinnuþýðir að sögn lögreglunnar. VG/Skjáskot Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56