Væntingunum verið stillt í hóf Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Frá E3 ráðstefnunni. Nordicphotos/AFP Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira