„Vill fullt hús, ekki hálft hús eins og hér" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 23:12 Ingi var sáttur í kvöld. vísir/daníel KR vann ÍR í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. Þetta var annar leikur einvígisins en ÍR vann fyrsta leikinn í Frostaskjóli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var eins og við mátti búast ánægður með sigurinn að leik loknum. „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34 Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sjá meira
KR vann ÍR í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. Þetta var annar leikur einvígisins en ÍR vann fyrsta leikinn í Frostaskjóli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var eins og við mátti búast ánægður með sigurinn að leik loknum. „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34 Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sjá meira
Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum