Enski boltinn

Sterling verðlaunaður fyrir baráttuna gegn kynþáttafordómum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling með verðlaunagripinn.
Sterling með verðlaunagripinn. vísir/getty
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, fékk í kvöld viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn kynþáttafordómum.

„Þú verður að ganga á undan með góðu fordæmi fyrir næstu kynslóð,“ sagði Sterling er hann tók við verðlaununum á galakvöldi BT Sport.

Enski landsliðsmaðurinn hefur látið til sín taka í baráttunni gegn kynþáttafordómum og gengið vasklega fram í þeim efnum.

Sterling hefur til að mynda kallað eftir því að refsingar fyrir kynþáttafordóma verði hertar.

Sterling hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á ferlinum, m.a. í leik Englands og Svartfjallalands í síðasta mánuði.

Sterling og félagar hans í Manchester City eru með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City mætir Burnley í næsta leik sínum á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

„Stuttermabolir og samfélagsmiðlar munu ekki breyta neinu“

Tímabilið í ár býður upp á eina mest spennandi titilbaráttu sem sést hefur í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni. Einn af lykilmönnunum í þessari baráttu er Raheem Sterling en hann hefur þó verið meira áberandi í annari baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×