Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. apríl 2019 08:45 Rússlandsforseti sagðist ekki ætla sér að klekkja á Selenskíj. Nordicphotos/AFP Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10
„Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11
Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31