Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 16:30 Frá jarðarför fórnarlamba árásanna. AP/Gemunu Amarasinghe Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06