Banaslys nærri Húnaveri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:55 Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vísir Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Blönduós Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20