Ábyrgðin er yfirvalda Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Við þurfum að draga úr akstri bíla á höfuðborgarsvæðinu um 15 til 50%. Þetta vitum við eftir að sérfræðingahópur HR og HÍ skilaði af sér útreikningum um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030. Undirrituð setti þessa vinnu af stað og voru niðurstöðurnar því fyrst lagðar fram í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Þær sýna að ofuráhersla á rafbílavæðingu þjóðar er ekki rétt forgangsröðun. Til þess að ná þeim lífsnauðsynlegu markmiðum sem við höfum sett okkur þarf fyrst og fremst að breyta ferðavenjum og rafvæða samgöngur. Í ljósi þess að að fjöldi bíla á landinu hefur aldrei verið meiri en nú og að umferð á höfuðborgarsvæðinu er meiri en hún hefur nokkru sinni áður verið virðist það í fyrstu óklífanlegt fjall að ætla að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er þörf á metnaðarfullum aðgerðum sem gera fólki það kleift að breyta ferðavenjum. Rafhjólaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum býðst að fá rafhjól til láns hefur gefið niðurstöður sem vert er að gefa gaum. Á síðasta ári voru 100 rafhjól í boði og sóttu meira en eitt þúsund manns um, Í ár stefnir í að umsóknir verði fleiri en tvö þúsund. Þátttakendur notuðu rafhjólin mest til og frá vinnu, 90% sögðust nota það tvo daga eða fleiri og rúmlega 90% sögðust nota rafhjólið í staðinn fyrir einkabílinn. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að hér er stórt sóknartækifæri. Hjólahraðbrautir sem tengja saman öll helstu hverfin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta orðið eitt af framtíðar-samgöngukerfunum. Í nágrannalöndum okkar fá íbúar styrk frá ríkinu til þess að fjárfesta í rafhjóli. Þar eru líka í boði fjölbreyttar deililausnir fyrir almenning þar sem aðgengi að rafhjólum og öðrum rafvæddum samgöngutækjum er tryggður. Ábyrgðin er okkar og árið 2030 er einungis í 11 ára fjarlægð. Við höfum ekki efni á að bíða. Okkur liggur lífið á.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar