Handbolti

Haukur: Hugsa ég taki eitt tímabil hér heima í viðbót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur.
Haukur. vísir/bára
Haukur Þrastarson, miðjumaður Selfyssinga og einn efnilegasti handboltamaður Íslands, býst við að vera áfram á Íslandi á næstu leiktíð.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hauks en hann er fæddur árið 2000. Mörg stærstu félög Evrópu hafa fylgst vel með Hauki sem reiknar með að taka slaginn hér heima á næstu leiktíð.

„Nei, ég hugsa ég taki allavega eitt tímabil í viðbót hér heima,“ sagði Haukur en hann var í settinu hjá Seinni bylgjunni eftir spennutryllinn gegn ÍR í kvöld.

Sjá einnig:Hálf Evrópa er á eftir Hauki Þrastarsyni

Jóhann Gunnar Einarsson, spekingur Seinni bylgjunnar, spurði svo leikstjórnandann efnilega hvort að það gengi eitthvað að finna nýjan þjálfara þar sem Patrekur Jóhannesson hættir eftir tímabilið en Haukur var stuttorður:

„Ég veit það ekki. Ég er ekki í því,“ sagði Haukur og glotti.

Selfoss er komið í undanúrslitin eftir 2-0 sigur gegn ÍR og þar mæta þeir Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×