Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 17:13 Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga. Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga.
Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37