Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 09:27 Frá vettvangi einnar árásarinnar í morgun. Vísir/EPA Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31