Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 15:44 Mótmælendur í átökum við öryggissveitir Nicolas Maduro. AP/Fernando Llano Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira