Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 14:30 Ragnheiður Erla Björnsdóttir er huldukonan í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins. Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01