Minni afgangur af rekstri borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2019 13:57 Grafarvogur. Vísir/Vilhelm Afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar dróst saman á milli ára. Rekstrarafgangur borgarinnar nam 4,7 milljörðum króna árið 2018, samanborið við rétt tæplega 5 milljarða í fyrra. Munurinn á rekstrarniðurstöðu samstæðu borgarinnar, þ.e. A- og B-hluta, milli ára er hins vegar nokkuð meiri. Niðurstaðan var jákvæð um 12,3 milljarða árið 2018 en var 28 milljarðar árið áður. Í ársreikningi borgarinnar kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 4,7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um rétt rúmlega 4 milljarða. Betri rekstrarniðurstaða er sögð skýrast einkum af 299 milljóna króna hærri skatttekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auk þess var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga næstum 300 milljónum lægri en áætlað var. Þá var rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar jákvæð um 12,3 milljarða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 17,7 milljarða. „Helstu frávik frá áætlun samstæðu má rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu,“ segir í útskýringu borgarinnar. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að honum þyki niðurstaðan ánægjuleg í ljósi þess að borgin sé að skila afgangi þriðja árið í röð.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kveðst kátur með uppgjörið.vísir/ernir„Frá árinu 2010 hefur þurft að taka mikið til í rekstrinum. Um leið og svigrúm myndaðist lögðum við aðaláherslu á að bæta fjármagni inn í velferðar- og skólamál. Á undanförnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á framkvæmdir og fjárfestingar á vegum borgarinnar þar sem við höfum forgangsraðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leikskóla og íþróttaaðastöðu í Úlfarsárdal sem brátt sér fyrir endann á. Þá hófum við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Suður-Mjódd og endurnýjuðum leikskóla- og skólalóðir um alla borg,“ segir Dagur. „Við lækkuðum álagningarhlutfall fasteignagjalda um 10% auk þess að gefa eldri borgurum og öryrkjum sérafslátt. Við höfum einnig verið með stórátak í malbikun gatna og lagningu nýrra hjólastíga í borginni. Í ljósi alls þessa fögnum við niðurstöðunni sérstaklega – því uppgjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, leggur áherslu á góða innviði og forgangsraðar í þágu velferðarmála og skólamála,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.Ársreikning borgarinnar má nálgast hér Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 27. apríl 2018 06:00 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar dróst saman á milli ára. Rekstrarafgangur borgarinnar nam 4,7 milljörðum króna árið 2018, samanborið við rétt tæplega 5 milljarða í fyrra. Munurinn á rekstrarniðurstöðu samstæðu borgarinnar, þ.e. A- og B-hluta, milli ára er hins vegar nokkuð meiri. Niðurstaðan var jákvæð um 12,3 milljarða árið 2018 en var 28 milljarðar árið áður. Í ársreikningi borgarinnar kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 4,7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um rétt rúmlega 4 milljarða. Betri rekstrarniðurstaða er sögð skýrast einkum af 299 milljóna króna hærri skatttekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auk þess var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga næstum 300 milljónum lægri en áætlað var. Þá var rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar jákvæð um 12,3 milljarða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 17,7 milljarða. „Helstu frávik frá áætlun samstæðu má rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu,“ segir í útskýringu borgarinnar. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að honum þyki niðurstaðan ánægjuleg í ljósi þess að borgin sé að skila afgangi þriðja árið í röð.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kveðst kátur með uppgjörið.vísir/ernir„Frá árinu 2010 hefur þurft að taka mikið til í rekstrinum. Um leið og svigrúm myndaðist lögðum við aðaláherslu á að bæta fjármagni inn í velferðar- og skólamál. Á undanförnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á framkvæmdir og fjárfestingar á vegum borgarinnar þar sem við höfum forgangsraðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leikskóla og íþróttaaðastöðu í Úlfarsárdal sem brátt sér fyrir endann á. Þá hófum við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Suður-Mjódd og endurnýjuðum leikskóla- og skólalóðir um alla borg,“ segir Dagur. „Við lækkuðum álagningarhlutfall fasteignagjalda um 10% auk þess að gefa eldri borgurum og öryrkjum sérafslátt. Við höfum einnig verið með stórátak í malbikun gatna og lagningu nýrra hjólastíga í borginni. Í ljósi alls þessa fögnum við niðurstöðunni sérstaklega – því uppgjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, leggur áherslu á góða innviði og forgangsraðar í þágu velferðarmála og skólamála,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.Ársreikning borgarinnar má nálgast hér
Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 27. apríl 2018 06:00 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 27. apríl 2018 06:00
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50