Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs Kolbeinn Tumi Daðason og Sighvatur Jónsson skrifa 30. apríl 2019 12:00 Nýr Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. Björgvin segir að ríkið hafi krafist endurgreiðslu á um 85% af fjórum milljörðum króna sem var heildarkostnaður framkvæmdanna. Björgvin segir að í næstu viku hefjist undirbúningur að sölu nýs Herjólfs. „Þegar þeir eru búnir að fá peningana sína til baka þá er hann ekkert lengur í eigu Íslendinga,“ segir Björgvin. Hann segir að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi komið skipasmíðastöðinni á óvart. „Já, þetta kom okkur öllum verulega á óvart. Við héldum að menn væru á lokametrunum að ná þessu saman.“ Maciej Lisowski, fulltrúi Crist sem fundaði með samgönguráðherra í Reykjavík á föstudaginn, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að mögulega væri von á yfirlýsingu frá skipasmíðastöðinni í dag.Vegagerðin átti ekki annan kost G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist. Vegagerðin hafi hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. „Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í skriflegu svari frá G. Pétri við fyrirspurn fréttastofu. Að neðan má sjá nýlegt kynningarmyndband Crist af nýjum Herjólfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00 Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. Björgvin segir að ríkið hafi krafist endurgreiðslu á um 85% af fjórum milljörðum króna sem var heildarkostnaður framkvæmdanna. Björgvin segir að í næstu viku hefjist undirbúningur að sölu nýs Herjólfs. „Þegar þeir eru búnir að fá peningana sína til baka þá er hann ekkert lengur í eigu Íslendinga,“ segir Björgvin. Hann segir að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi komið skipasmíðastöðinni á óvart. „Já, þetta kom okkur öllum verulega á óvart. Við héldum að menn væru á lokametrunum að ná þessu saman.“ Maciej Lisowski, fulltrúi Crist sem fundaði með samgönguráðherra í Reykjavík á föstudaginn, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að mögulega væri von á yfirlýsingu frá skipasmíðastöðinni í dag.Vegagerðin átti ekki annan kost G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist. Vegagerðin hafi hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. „Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í skriflegu svari frá G. Pétri við fyrirspurn fréttastofu. Að neðan má sjá nýlegt kynningarmyndband Crist af nýjum Herjólfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00 Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00
Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00
Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15
Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00