Innlent

Einnota óþarfi?

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Íslendingar eru hvattir til að huga að neyslu sinni.
Íslendingar eru hvattir til að huga að neyslu sinni.
Umhverfisstofnun stendur nú fyrir átaki sem ætlað er að draga úr notkun á einnota plastvörum. Yfirskrift verkefnisins er „Einnota óþarfi?“

Íslendingar eru hvattir til að huga að neyslu sinni en óþarfa neysla þýði of mikinn úrgang. Til dæmis er spurt hvort fólk þurfi rör í drykkinn eða plastlok á kaffibollann.

Bent er á leiðir til þess að draga úr notkun einnota plastumbúða. Meðal annars er hvatt til notkunar margnota borðbúnaðar og plastlausra skreytinga. Fólk geti haft með sér fjölnota drykkjarílát, tekið með sér margnota poka í verslanir og afþakkað plaströr og hrærur í drykki.

Þá eru fyrirtæki hvött sérstaklega til þess að auka framboð á sjálfbærum og margnota lausnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×