Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru tveimur stigum á eftir toppliði Flensburg eftir að Kiel vann 27-23 sigur á Wetzlar í dag.
Flensburg á þó leik til góða en sigurinn var mikilvægur fyrir Alfreð og félaga sem voru 15-12 yfir í hálfleik. Kiel á fjóra leiki eftir en Flensburg fimm.
Steffen Weinhold og Rune Dahmke voru markahæstir í liði Kiel með fimm mörk hvor en Niclas Ekberg kom næstur með fjögur mörk.
Hannes Jón Jónsson og Bietigheim eru komnir upp að hlið Gummersbach í sextánda til sautjánda sæti deildarinnar eftir sigur Bietigheim á Hannover-Burgdorf, 29-27.
Átjánda og sautjánda sætið falla niður í þýsku B-deildina en Hannes framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Lítur út fyrir spennandi fallbaráttu.
Aðalsteinn Eyjólfsson var því eini íslenski þjálfarinn sem tapaði í kvöld í Þýskalandi því Erlangen tapaði 25-23 fyrir FRISCH AUF! Göppingen. Erlangen siglir lygnan sjó um miðja deild.
