Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru tveimur stigum á eftir toppliði Flensburg eftir að Kiel vann 27-23 sigur á Wetzlar í dag.
Flensburg á þó leik til góða en sigurinn var mikilvægur fyrir Alfreð og félaga sem voru 15-12 yfir í hálfleik. Kiel á fjóra leiki eftir en Flensburg fimm.
Steffen Weinhold og Rune Dahmke voru markahæstir í liði Kiel með fimm mörk hvor en Niclas Ekberg kom næstur með fjögur mörk.
Hannes Jón Jónsson og Bietigheim eru komnir upp að hlið Gummersbach í sextánda til sautjánda sæti deildarinnar eftir sigur Bietigheim á Hannover-Burgdorf, 29-27.
Átjánda og sautjánda sætið falla niður í þýsku B-deildina en Hannes framlengdi samning sinn við félagið á dögunum. Lítur út fyrir spennandi fallbaráttu.
Aðalsteinn Eyjólfsson var því eini íslenski þjálfarinn sem tapaði í kvöld í Þýskalandi því Erlangen tapaði 25-23 fyrir FRISCH AUF! Göppingen. Erlangen siglir lygnan sjó um miðja deild.
Kiel eltir Flensburg eins og skugginn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


