Nálgumst þolmörk margra lífvera Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:30 Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45