Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 16:05 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.ALC og Isavia hafa að undanförnu tekist á fyrir dómstólum vegna kyrrsetningar á flugvél ALC sem WOW aur hafði á leigu. Isavia og WOW air gerðu með sér samkomulag um að ávallt yrði ein vél úr flota flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldum WOW air við Isavia sem safnast höfðu upp.ALC hefur haldið því fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna skulda WOW air. Í Viðskiptablaðinu í dag segir lögmaður ALC að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, sem undirrituð var af forstjóra WOW air, hafi ákvæðið um að ávallt skyldi ein vél WOW air vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.Þetta afhjúpaði að hans mati ásetnig og afstöðu Isavia um að stjórnendur þar hafi gert sér grein fyrir að það myndi ekki þola dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja aðila fyrir skuldasöfnun WOW air. Segir ALC hafa haft tækifæri til að afla sér upplýsinga Í tilkynningu frá Isavia, sem undirrituð er af Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, segir að það hafi verið að beiðni WOW Air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar yfirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.„Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til þess að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.Er því einnig vísað á bug að ALC hafi ekki verið upplýst um stöðu mála vegna flugvélarinnar og bendir Isavia á að í leigusamningi ALC við WOW Air sé meðal annars að finna ákvæði þar sem kveðið er á um hvernig haga skuli málum ef flugvél ALC yrði kyrrsett vegna notendagjalda á flugvelli.Þá segir einnig í tilkynningunni að Isavia standi ekki í vegi fyrir því að afhending vélarinnar fari fram gegn fullnægjandi tryggingu.„[S]vo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar. Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.“ Tekist á um málið fyrir dómstólum Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna 87 milljóna króna skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars en flugfélagið skuldaði Isavia um 2,5 milljarða króna.Isavia hefur neitað að afhenda ALC vélina vegna milljarðanna tveggja og kærði úrskurð héraðsdóms í síðustu viku til Landsréttar. Telur Isavia að dómafordæmi hafi ekki verið virt í úrskurðinum. Í úrskurðinum sagði að Isavia mætti ekki kyrrsetja þotuna vegna allra skulda WOW air heldur aðeins vegna þessarar tilteknu vélar.ALC hefur greitt hina 87 milljón króna skuld og farið fram á að flugvélin verði afhent og lagt fram aðfararbeiðni þess efnis. Isavia hefur mótmælt aðfararbeiðninni á þeim forsendum að málið sé til meðferðar hjá Landsrétti. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. 6. maí 2019 12:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.ALC og Isavia hafa að undanförnu tekist á fyrir dómstólum vegna kyrrsetningar á flugvél ALC sem WOW aur hafði á leigu. Isavia og WOW air gerðu með sér samkomulag um að ávallt yrði ein vél úr flota flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli sem trygging fyrir skuldum WOW air við Isavia sem safnast höfðu upp.ALC hefur haldið því fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna skulda WOW air. Í Viðskiptablaðinu í dag segir lögmaður ALC að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, sem undirrituð var af forstjóra WOW air, hafi ákvæðið um að ávallt skyldi ein vél WOW air vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.Þetta afhjúpaði að hans mati ásetnig og afstöðu Isavia um að stjórnendur þar hafi gert sér grein fyrir að það myndi ekki þola dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja aðila fyrir skuldasöfnun WOW air. Segir ALC hafa haft tækifæri til að afla sér upplýsinga Í tilkynningu frá Isavia, sem undirrituð er af Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, segir að það hafi verið að beiðni WOW Air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar yfirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.„Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til þess að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.Er því einnig vísað á bug að ALC hafi ekki verið upplýst um stöðu mála vegna flugvélarinnar og bendir Isavia á að í leigusamningi ALC við WOW Air sé meðal annars að finna ákvæði þar sem kveðið er á um hvernig haga skuli málum ef flugvél ALC yrði kyrrsett vegna notendagjalda á flugvelli.Þá segir einnig í tilkynningunni að Isavia standi ekki í vegi fyrir því að afhending vélarinnar fari fram gegn fullnægjandi tryggingu.„[S]vo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar. Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.“ Tekist á um málið fyrir dómstólum Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna 87 milljóna króna skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars en flugfélagið skuldaði Isavia um 2,5 milljarða króna.Isavia hefur neitað að afhenda ALC vélina vegna milljarðanna tveggja og kærði úrskurð héraðsdóms í síðustu viku til Landsréttar. Telur Isavia að dómafordæmi hafi ekki verið virt í úrskurðinum. Í úrskurðinum sagði að Isavia mætti ekki kyrrsetja þotuna vegna allra skulda WOW air heldur aðeins vegna þessarar tilteknu vélar.ALC hefur greitt hina 87 milljón króna skuld og farið fram á að flugvélin verði afhent og lagt fram aðfararbeiðni þess efnis. Isavia hefur mótmælt aðfararbeiðninni á þeim forsendum að málið sé til meðferðar hjá Landsrétti.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. 6. maí 2019 12:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. 6. maí 2019 12:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57