Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2019 23:00 Farþegar ganga um borð í Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43