Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 20:00 Úr auglýsingunni sem birtist meðal annars á Youtube. Þar er varað við sýklalyfjanotkun erlendis og ónæmi fyrir þeim. Skjáskot/Youtube Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis. Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis.
Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00