Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 13:39 Skjáskot úr þættinum „Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 189 manns fórust þegar 737 MAX vél Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Fimm mánuðum síðar hrapaði samskonar flugvél Ethiopian Airlines með þeim afleiðingum að 157 manns fórust. Slysin hafa verið rakin til sérstaks búnaðar sem nefnist MCAS sem sett var í vélarnar til þess að koma í veg fyrir ofris. Búnaðurinn er sjálfvirkur og í þættinum fór Turner yfir það með fréttamanni 60 Minutes Australia hvernig hann virkar, með því að herma eftir flugi Lion Air í flughermi. Vélin hrapaði tólf mínútum eftir flugtak. Í þættinum má sjá Brady berjast við MCAS-kerfið um stjórn á flugvélinni og hvernig flugvélin tekur hraða dýfu niður á við. Brady tekst þó að rétta flugvélina við áður en baráttan hefst á ný. „Kerfið er hannað til þess að kveikja á sér í tíu sekúndur og slökkva á sér í fimm sekúndur. Við vissum það ekki vegna þess að við flugmennirnir fengum aldrei að vita það. Þetta var ekki í handbókunum,“ sagði Turner sem er reyndur 737 flugmaður. Í myndbandinu má sjá að fréttamanninum, sem og Turner, þyki eftirlíking flugsins nokkuð óþægileg enda má sjá hvernig vélin stefnir beint til jarðar.Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.Í þættinum er einnig rætt við Dominic Gates, blaðamann Seattle Times, sem segir að stjórnendur Boeing hafi ekki litist á blikinu þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri pöntun American Airlines á 200 Airbus-vélum. Á þeim tíma hafi Boeing ekki haft mörg svör við Airbus A320NEO sem þá var nýkominn á markað Send hafi verið skilaboð til American Airlines að Boeing myndi endurhanna 737-vélar sínar ef þeir fengu helming af hinni fyrirhugu Airbus-pöntun. „American sagði já,“ sagði Gates og úr varð MAX-áætlunin. Einnig er rætt við mann sem sagður er hafa starfað hjá Boeing á þessum tíma en hann kemur ekki fram undir nafni í þættinum. Í máli hans kom fram að mikill þrýstingur hafi verið á að gera litlar breytingar og draga úr kostnaði við hönnunina á MAX-vélunum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á það að draga úr þörfinni á því að þjálfa flugmenn sem flogið höfðu fyrirrennurum MAX-vélarinnar sérstaklega fyrir hina nýju flugvél. Hér að neðan má sjá hvernig MCAS-kerfið svokallaða virkar. Ástralía Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
„Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 189 manns fórust þegar 737 MAX vél Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Fimm mánuðum síðar hrapaði samskonar flugvél Ethiopian Airlines með þeim afleiðingum að 157 manns fórust. Slysin hafa verið rakin til sérstaks búnaðar sem nefnist MCAS sem sett var í vélarnar til þess að koma í veg fyrir ofris. Búnaðurinn er sjálfvirkur og í þættinum fór Turner yfir það með fréttamanni 60 Minutes Australia hvernig hann virkar, með því að herma eftir flugi Lion Air í flughermi. Vélin hrapaði tólf mínútum eftir flugtak. Í þættinum má sjá Brady berjast við MCAS-kerfið um stjórn á flugvélinni og hvernig flugvélin tekur hraða dýfu niður á við. Brady tekst þó að rétta flugvélina við áður en baráttan hefst á ný. „Kerfið er hannað til þess að kveikja á sér í tíu sekúndur og slökkva á sér í fimm sekúndur. Við vissum það ekki vegna þess að við flugmennirnir fengum aldrei að vita það. Þetta var ekki í handbókunum,“ sagði Turner sem er reyndur 737 flugmaður. Í myndbandinu má sjá að fréttamanninum, sem og Turner, þyki eftirlíking flugsins nokkuð óþægileg enda má sjá hvernig vélin stefnir beint til jarðar.Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.Í þættinum er einnig rætt við Dominic Gates, blaðamann Seattle Times, sem segir að stjórnendur Boeing hafi ekki litist á blikinu þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri pöntun American Airlines á 200 Airbus-vélum. Á þeim tíma hafi Boeing ekki haft mörg svör við Airbus A320NEO sem þá var nýkominn á markað Send hafi verið skilaboð til American Airlines að Boeing myndi endurhanna 737-vélar sínar ef þeir fengu helming af hinni fyrirhugu Airbus-pöntun. „American sagði já,“ sagði Gates og úr varð MAX-áætlunin. Einnig er rætt við mann sem sagður er hafa starfað hjá Boeing á þessum tíma en hann kemur ekki fram undir nafni í þættinum. Í máli hans kom fram að mikill þrýstingur hafi verið á að gera litlar breytingar og draga úr kostnaði við hönnunina á MAX-vélunum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á það að draga úr þörfinni á því að þjálfa flugmenn sem flogið höfðu fyrirrennurum MAX-vélarinnar sérstaklega fyrir hina nýju flugvél. Hér að neðan má sjá hvernig MCAS-kerfið svokallaða virkar.
Ástralía Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45