Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 11:46 Leiðtogar þeirra sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu brostu fyrir myndavélarnar. Þeir gátu þó ekki komið sér saman um yfirlýsingu vegna andstöðu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira